Viðskipti innlent

365 féll um 6,8 prósent

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365.

Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum.

Einungis gengi bréfa í Bakkavör hækkaði á sama tíma, eða um 1,33 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði á sama tíma um 0,68 prósent og stendur vísitalan í 5.068 stigum. Hún hefur ekki hækkað síðan á þriðjudag í síðustu viku.

Þetta er svipuð þróun og á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag sem víðast hvar hafa staðið á rauðu eftir ákvörðun Englandsbanka að lækka stýrivexti um 25 punkta. Evrópski seðlabankinn ákvað á sama tíma að halda stýrivöxtum óbreyttum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×