Erlent

Bush grét við afhendingu heiðursmerkis

Óli Tynes skrifar
George Bush, forseti Bandaríkjanna.
George Bush, forseti Bandaríkjanna.

Tárin streymdu niður kinnar forseta Bandaríkjanna þegar hann sæmdi ungan mann úr sérsveit flotans æðsta heiðursmerki þjóðarinnar. Heiðursmerkið var veitt að honum látnum.

Michael Monsoor var ásamt nokkrum félögum sínum í hörðum skotbardaga upp á þaki húss í Bagdad. Andstæðingarnir köstuðu handsprengju upp á þakið.

Það var þröngt á þakinu og ekkert hægt að forða sér. Monsoor henti sér yfir handsprengjuna og huldi hana með líkama sínum. Hann beið samstundis bana þegar sprengjan sprakk, en félagar hans sluppu með skrámur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×