Viðskipti innlent

Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm

Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári.

Morten Bjørnsen, framkvæmdastjóri Glitnis á Norðurlöndunum, segir í tilkynningu að hann sé ánægður með útgáfuna enda verðið hagstætt auk þess sem norskir fjárfestar hafi tekið henni vel.

„Viðtökur fjárfesta á skuldabréfaútgáfunni sýna skilning þeirra á undirliggjandi styrk Glitnis og trausti til starfsemi okkar í Noregi. Sérvarin skuldabréfaútgáfa er hagkvæm leið til að ná í fjármagn við núverandi markaðsaðstæður. Traust eignasafn okkar í Noregi gerir okkur kleift að fjármagna áfram starfsemi okkar með sérvörðum skuldarbréfum," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×