Erlent

5.510 steikur á fæti

Óli Tynes skrifar
Chilli og Naomi.
Chilli og Naomi.

Chilli er líklega stærsta naut Bretlandseyja. Og þótt víðar væri leitað. Hann er 1.98 í herðakamb og vegur 1.25 tonn.

Chilli býr í Somerset og Naomi Clark sem ól hann segir að þau hafi fljótlega tekið eftir því að hann stækkaði meira og hraðar en aðrir kálfar.

Þrátt fyrir stærðina er Chilli meinleysisgrey. Naomi segir að hann sé skapgóður og ljúfur.

Það sem henni finnst skrýtnast við hann er að hann virðist ekki éta neitt meira en önnur naut.

Til gamans má geta þess að úr Chilli mætti fá 5.510 steikur. Raunar þykir Chilli það ekkert gamanmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×