Innlent

Slökkvilið á Keflavíkurflugvelli forsenda eftirlitsflugs NATO

Allt stefnir í að Keflavíkurflugvöllur lokist fyrir alllri flugumferð frá og með 1. ágúst, þegar slökkviliðið þar verður óstarfhæft.

Ástæðan er að Flugmálastjórn á Vellinum hefur sagt upp samningum við slökkviliðsmennina um tuttugu klukkustunda fasta yfirvinnu á mánuði fyrir ýmis viðhaldsstörf á tækjum og húsnæði.

Samkvæmt lögfræðiáliti sem slökkviliðsmenn hafa aflað sér er vinnuveitanda óheimilt að segja upp hluta af kjarasamningi og því samþykkti fundur starfsmannafélags slökkviliðsins að líta á þetta sem uppsögn kjarasamningsins í heild og að slökkviliðsmenn muni ganga út 1. ágúst, ef engin breyting verður á.

Liðsmenn eru um það bil fimmtíu og lang flelstir, eða að minnstakosti 90 prósent, með uppsagnarfrest sem rennur út 1. ágúst. Standi þeir við að ganga þá út er ljóst að flug um völlinn mun lamast því tryggingafélög farþegaflugvéla fallast ekki á að að þær lendi á flugvöllum sem ekki hafa fullkomið slökkvilið og flugfélögin sjálf taka það ekki heldur í mál.

Þá er öflugt slökkvilið á vellinum forsenda þess að NATO-þjóðir haldi áfram að senda hingað flugsveitir til eftirlitsflugs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×