Viðskipti erlent

FL Group og Glitnir skjótast upp í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um þrjú prósent í byrjun dags.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group. Gengi bréfa í félaginu rauk upp um þrjú prósent í byrjun dags. Mynd/Anton

Gengi hlutabréfa í FL Group skaust upp um þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Glitni hækkaði sömuleiðis um rúm tvö prósent en félagið tilkynnti í morgun um velheppnaða útgáfu sérvarinna skuldabréfa í Noregi.

Viðskiptadagurinn byrjaði rólega en einungis var hreyfing á gengi Existu og Straums.

Gengi bréfa í Existu hækkaði um 0,59 prósent og Straums um 0,09 prósent. Exista fór niður um 3,2 prósent í gær.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Teymi lækkað um 0,85 prósent og Eimskipafélagsins um 0,48 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,4 prósent og stendur vísitalan í 4.880 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×