Erlent

Fundu steingerving af risafroski á Madagaskar

Vísindamenn hafa fundið 70 milljóna ára gamlan steingerving af risavöxnum froski á Madagaskar.

Froskurinn var á stærð við körfubolta og vó fjögur kíló. Að sögn vísindamannanna var froskurinn með stutta fætur en risavaxinn munn og sennilega veiddi hann bráð sína með því að sitja fyrir henni.

Fundur þessi styður þær kenningar að eitt sin hafi Madagaskar, Indland og Suður-Ameríka verið eitt óslitið landsvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×