Lífið

Vífill íhugar að hringja í Obama

Vífill Harðarson, besti vinur Bandaríkjaforseta. Mynd af vefsíðu NFFA.
Vífill Harðarson, besti vinur Bandaríkjaforseta. Mynd af vefsíðu NFFA.

„Þetta er sko sama númer. Þetta er bara Hvíta húsið," segir Vífill Atlason, þegar Vísir spyr hann að því hvort að hann sé búinn að redda sér símanúmerinu hjá Obama, verðandi Bandaríkjaforseta. Vífill segir að það komi líka vel til greina að reyna að gúggla gemsann hjá Obama og slá á þráðinn.

Fyrir tæpu ári síðan vakti Vífill heimsathygli þegar að hann hringdi í Hvíta húsið og bað um viðtal við George W. Bush undir því yfirskini að hann væri Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands. Upp komst um gabbið og því varð ekkert úr símafundinum, heldur var Vífill færður til skýrslutöku á lögreglustöðina á Akranesi.

Nú eru breyttir tímar. Kreppan skollin á, búið að kjósa nýjan forseta og Vífill komin í allt önnur verkefni. Bróðir hans, sem var þátttakandi í spurningaþættinum Útsvar, hringdi í hann í kvöld til að fá hjálp við að svara einni spurningunni. „Við töpuðum, ertu eitthvað freðinn eða eitthvað?" sagði Vífill þegar Vísir spurði hann hvort hann væri sáttur við frammistöðuna.

Vífill hafði fátt að segja um hvað á daga hans hefði drifið síðan að hann öðlaðist heimsfrægð á Íslandi fyrir ári síðan. Hann tók þó sérstaklega fram að hann hefði eignast nýja vettlinga á dögunum. „Þetta eru nokkuð flottir vettlingar. Þetta er ekkert keypt í Hagkaup sko, þetta er keypt í búð hérna á Akranesi sem heitir Óson," segir Vífill.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.