Viðskipti erlent

Húsnæðisverð fellur í Bretlandi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sem sagði í síðustu viku að Bretar hafi ekki séð það svartara í efnahagslífinu í sextíu ár.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sem sagði í síðustu viku að Bretar hafi ekki séð það svartara í efnahagslífinu í sextíu ár. Mynd/AFP

Húsnæðisverð í Bretlandi hefur lækkaði um 12,7 prósent á milli ára í ágúst, samkvæmt tölum breska fasteignalánasjóðsins Halifax Þetta er talsvert meira en fasteignalánveitandinn Nationwide sagði fyrir nokkru en hann reiknaði svo til að verðið hafi fallið um 10,7 prósent á milli ára.

Þetta er sömuleiðis mesta verðfall á húsnæði síðan byrjað var að halda utan um tölur um húsnæðisverð árið 1983.

Sé litið á breytingar á fasteignaverði á milli mánaða þá lækkaði það um 1,8 prósent í ágúst. Breskir fjölmiðlar eru sammála um að verðfallið setji breska seðlabankann í vanda. Stýrivaxtaákvörðunardagur er í dag og reikna flestir með því að seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum þrátt fyrir þrengingar í bresku efnahagslífi, mikla aukningu á atvinnuleysi, verðbólguþrýsting og svartsýnisspár um yfirvofandi samdrátt. Þá mælist verða nú 4,4 prósent og hefur ekki verið meiri í sextán ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×