Undankeppni alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands fer fram í Hafnarfirði 18. til 22. nóvember. Sigursveitin tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem verður haldin á tónleikastaðnum Scala í hjarta Lundúna, Englandi 14. og 15. desember.
Verðlaunaféð er hundrað þúsund dalir og kynning um heim allan. Hljómsveitin Sigur Rós mun bjóða sigursveit keppninnar hér á landi á tónleika sína í Laugardalshöll. Útvarpsstöðin X-ið 977 mun fylgjast vel með keppninni og útsendarar frá COD Music verða í salnum til að skoða keppendur með hugsanlega útgáfu í huga. Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt geta sent fyrirspurn á gbob.iceland@gmail.com.