Erlent

Danir flýja hátt matarverð

Óli Tynes skrifar
Mad, mad vi vil billig mad.
Mad, mad vi vil billig mad.

Danir eru í vaxandi mæli að flýja hátt matarverð í heimalandinu. Matarverðið hefur hækkað mjög mikið á skömmum tíma.

Danir þyrpast því yfir landamærin til Þýskalands. Þar er virðisaukaskattur á mat sjö prósent en 25 prósent í Danmörku.

Það er löng hefð fyrir því að Danir fari yfir landamærin til Þýskalands til þess að versla.

Það hefur þó aðallega verið til þess að kaupa áfengi og tóbak. Nú eru það hreinar matvörur sem eru efst á innkaupalistanum.

Börsen giskar á að Danir muni kaupa mat í Þýskalandi fyrir um 16 milljarða íslenskra króna á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×