Erlent

Þrjú tungl á braut um jörðu

Óli Tynes skrifar
Tölvumynd af tunglinu okkar og smátunglunum tveimur. Fjarlægð þeirra og afstaða frá tunglinu hefði þó verið allt önnur en myndin sýnir.
Tölvumynd af tunglinu okkar og smátunglunum tveimur. Fjarlægð þeirra og afstaða frá tunglinu hefði þó verið allt önnur en myndin sýnir.

Vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna telja að jörðin hafi upphaflega átt sér þrjú tungl.

Það er nokkuð viðtekinn sannleikur að tunglið eina og sanna hafi myndast þegar pláneta á stærð við Mars rakst á jörðina fyrir 4.5 milljörðum ára.

Við áreksturinn þeyttist svo mikið efnismagn út í geiminn að það safnaðist aftur saman vegna eigin aðdráttarafls og myndaði tunglið. Í milljónir ára var tunglið glóandi meðan bráðið grjótið frá árekstrinum kólnaði.

Vísindamenn NASA telja að í byrjun hafi efnið sem þeyttist út í geiminn safnast saman í tvö önnur en þó miklu minni tungl. Þau hafi verið á braut um jörðu í um 100 milljónir ára. Aðdráttarafl annarra pláneta í sólkerfinu hafi smámsaman togað þau af braut.

Þau hafi endað með því að krassa inn í jörðina eða tunglið, eða þá borist út í geiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×