Erlent

Hvít jól á Mars?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP/NASA/University of Arizona

Ekki er útilokað að hvít jól verði á Mars þótt sennilega verði ekki mörg vitni að þeim. Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa nú í fyrsta sinn orðið vitni að snjókomu á rauðu plánetunni með aðstoð könnunarfarsins Fönix sem þar er statt.

Snjórinn komst þó aldrei niður á yfirborðið þar sem hann leystist upp áður. Jim Whiteway hjá NASA lét það ekki spilla gleði sinni og sagði að ekkert þessu líkt hefði áður sést á Mars. Snjókoman er að hans sögn stórt skref fram á við í leitinni að vatni á Mars eða ummerkjum um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×