Viðskipti erlent

Norðmenn hvattir til að setja sparifé sitt í Glitni í Noregi

Norðmenn eru nú hvattir til þess að setja sparifé sitt á innlánsreikninga hjá Glitni bank ASA í Noregi. Innlánsreikningarnir séu með hæstu ávöxtun í landinu og þar að auki sé nú komin á tvöföld ríkisábyrgð á reikningana.

Á vefsíðu Verdens Gang í Noregi er fjallað um málið undir fyrirsögnini "Settu peningana þína í Glitni". Þar segir að innistæðan sé gulltryggð upp að 2 milljónum nkr. eða sem svarar 34 milljónum kr. af norska bankaábyrgðarsjóðnum og með innkomu ríkisstjórnar Íslands í bankann séu innistæðurnar enn tryggari.

Ráðgjafi vefsíðunnar "Dine Penger", Öyvind Röst segir að í augnablikinu sé vart hægt að hugsa sér tryggari stað fyrir sparifé Norðmanna en á innlánsreikningum Glitnis í Noregi.

Það skaðar ekki að Glitnir í Noregi býður nú upp á hæstu innlánavexti í Noregi eða 7%. Vextirnir gilda frá fyrstu krónu sem sett er inn og ekki þarf neina lágmarksupphæð til að fá þessa vexti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×