Viðskipti erlent

Norðmenn hækka stýrivexti

Svein Gjedrem, seðlabankastjóri Noregs.
Svein Gjedrem, seðlabankastjóri Noregs. Mynd/AFP

Norski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta. Við það fara vextirnir í 5,75 prósent.

Í rökstuðningi bankastjórnarinnar í dag segir að verðbólga sé meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Útlit sé fyrir að seðlabankar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, Bretlandi og í Svíþjóð, muni hækka stýrivexti vegna þessa.

Hækkunin tekur gildi á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×