Sport

Calzaghe enn ósigraður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Calzaghe fagnar sigrinum með sonum sínum í nótt.
Joe Calzaghe fagnar sigrinum með sonum sínum í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Joe Calzaghe bar í nótt sigur úr býtum gegn Roy Jones eftir að hann var sleginn niður strax í fyrstu lotu. Sigurinn var þó óumdeildur.

Allir þrír dómararnir voru sammála um að Calzaghe hefði unnið á stigum, 118-109, enda hafði Calzaghe þó nokkra yfirburði eftir að Jones sló hann óvænt niður í fyrstu lotu.

Í sjöundu lotu fékk Jones slæman skurð fyrir ofan vinstra auga og mátti hafa sig allan við að klára bardagann.

Calzaghe vann Bernard Hopkins fyrr á árinu og var þá einnig sleginn niður en vann svo á stigum.

„Já, hann náði að meiða mig með góðu höggi," sagði Calzaghe eftir bardagann. „En þetta er eitthvað sem meistari þarf að gera, þegar maður er sleginn niður snýr maður bara sterkari til baka."

Þó nokkrar líkur eru á því að þetta hafi verið síðasti bardagi hjá báðum köpppum. Calzaghe er nú ósigraður í 46 bardögum og sagði í nótt að hann ætlaði nú að taka því rólega og meta framhaldið.

Þetta var fimmta tap Jones á ferlinum en hann hefur unnið í 52 skipti.

Calzaghe varði í nótt meistaratign sína í léttþungavigt frá Ring-tímaritinu.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×