Erlent

Kínverjar slökkva á iTunes

Óli Tynes skrifar

Talið er að Kínverjar hafi lokað fyrir möguleika á að hala niður tónlist í iPod. Það mun vera vegna mótmælasöngva vegna Tíbets sem hægt er að nálgast á iTunes.

Síðan á mánudag hafa tugir manna í Kína farið inn á spjallrás Apple og kvartað yfir að geta ekki halað niður tónlist.

Fjarskiptafróðir menn segja líklegast að Kínverjar hafi lokað fyrir tónlistarniðurhalið. Þeir eru þekktir að því að nota tölvutækni til þess að loka á vefsíður sem fjalla um pólitík.

Apple hefur staðfest að það hafi komið upp vandamál með iTunes, en vill ekki segja hvers eðlis það er.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×