Innlent

Stuðningur við náttúruvernd fer vaxandi segir NSÍ

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins um frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað sýni að náttúruvernd eigi nú vaxandi fylgi að fagna í samfélaginu.

Í tilkynningu frá samtökunum segir m.a. að Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði hafi skilað landsmönnum litlu sem engu. Austfirðingum fari ennþá fækkandi og arðsemi virkjunarframkvæmdanna sé verulega neikvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×