Erlent

Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída

Risastórar kyrkislöngur ógna nú lífríki Flórída. Þær geta gleypt hund í heilu lagi og fregnir hafa borist af einni slöngu sem reyndi að gleypa krókudíl.

Kyrkislöngur þessar lifa góðu lífi á fenjasvæðunum í Flórída en flestar þeirra eru upprunnar í Búrma. Þær hafa verið fluttar inn sem gæludýr til Flórída í töluverðum mæli en síðan sleppt út í náttúruna þegar stærð þeirra hentaði ekki lengur heimilisaðstæðum eigendanna.

Fjöldi þeirra vex nú hröðum skrefum. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Flórída náðu meindýraeyðar að veiða 201 kyrkislöngu á tímabilinu 2002 til 2005. Á síðustu tveimur árum hefur þessi fjöldi meir en tvöfaldast eða í 418 slöngur. Sú stærsta sem náðst hefur hingað til var fimm metrar á lengd og vóg 70 kíló.

Talið er að fjöldi þeirra á Everglades-svæðinu í Flórída sé um 30.000 en hver kvennslanga verpir um 60 til 80 eggjum á hverju ári. Ef svo heldur sem horfir munu þær nema öll suðurríki Bandaríkjanna í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×