Alonso: Hamilton er í góðri stöðu 2. nóvember 2008 00:58 Fernando hefur tvívegis tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1 í Brasilíu. mynd: kappakstur.is Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði. Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði.
Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira