Erlent

Stífla að bresta fyrir ofan jarðskjálftasvæðin í Kína

Óli Tynes skrifar
Enn eru þúsundir grafnar undir húsarústum í Kína. Stíflan ógnar bæði þeim og björgunarsveitunum.
Enn eru þúsundir grafnar undir húsarústum í Kína. Stíflan ógnar bæði þeim og björgunarsveitunum. MYND/AP

Tvöþúsund hermenn hafa verið sendir til þess að reyna að gera við það sem kallað er stórhættulegar sprungur í stórri stíflu ofan við jarðskjálftasvæðin í Kína.

Sprungurnar uppgötvuðust ekki fyrr en í dag. Ef stíflan brestur og vatnið fossar úr henni gæti það haft skelfilegar afleiðingar á jarðskjálftasvæðunum fyrir neðan. Þar er enn verið að reyna að bjarga fólki úr húsarústum.

Kínversk stjórnvöld hafa sent yfir 50 þúsund hermenn til Sichuan héraðs til þess að aðstoða við björgunarstarfið. Talið er að þúsundir manna séu ennþá grafnir undir hrundum húsum.

Flugherinn tekur einnig þátt í björgunarstarfinu. Bæði matvælum og hjálpargögnum er fleygt úr flutningavélum til þeirra staða sem erfiðast er að komast til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×