Erlent

Fundu lyf sem gæti varið líkamann gegn geislavirkni

Bandarískir vísindamenn hafa fundið upp lyf sem gæti varið líkamann fyrir skaðsemi frá geislavirkni

Vonast er til að lyf þetta muni gera geislameðferðir eins og við krabbameini öruggari fyrir sjúklingana en einnig verður hægt að nota lyfið ef til kjarnorkuslyss eða hryðjuverkaárásar kemur.

Lyfið er enn aðeins þekkt undir vísindanafni sínu og hefur hingað til aðeins verið prófað á tilraunadýrum. Virkni þess er á þann veg að það setur í gang lífefnaferli sem aðstoðar heilbrigðar frumur við að standast geislavirkni.

Það hefur löngum verið vandmál við geislameðferðir við krabbameini og öðrum sjúkdómum að meðferðin drepur jafn heilbrigðar frumur sem hinar sýktu.

Tilraunir með hið nýja lyf sýna að það verndar heilbrigðu frumurnar bæði í mænu og meltingarvegi fyrir geislavirkninni en hefur ekki áhrif á sýktu frumurnar. Þar að auki virðist sem engar aukaverkanir fylgi með notkun þessa lyfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×