Erlent

Annað flugslys - Nú í Gvatemala

Lítil flugvél brotlenti á akri í austurhluta Gvatemala í dag. Tíu létust og fjórir eru slasaðir.

Í vélinni voru tólf farþegar og tveir flugmenn. Átta farþegar létust og báðir flugmennirnir. Þeir fjórir farþegar sem lifðu af voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús með þyrlu.

Hinir látnu voru, samkvæmt fyrstu fréttum, allir erlendir ferðmenn.

Fyrr í dag hrapaði Boeing-747 breiðþota til jarðar í Kyrgistan. 65 létust en 22 komust lífs af. Þriggja er enn saknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×