Viðskipti innlent

Nýr forstjóri Icelandic Group

Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð.

Finnbogi var framkvæmdastjóri þýska útgerðarfélagsins DFFU í Cuxhaven árin 1995 - 2000 og forstjóri Pickenpack Hussmann & Hahn þegar

fyrirtækin sameinuðust  árið 2003. Þá rak hann félagið fram til 2006 þegar Pickenpack varð hluti af Icelandic Group.

Hann tók vsvo við starfi forstöðumanns Evrópusviðs Icelandic eða Icelandic Europe 2006 og hefur gegnt því síðan. . Hann hefur gegnt því starfi til þessa dags.

Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Icelandic Group, að Finnbogi taki við keflinu og þurfi hann að tryggja að félagið nái að nýta sér þær miklu umbreytingar sem félagið hafi gengið í gegnum. „Finnbogi Baldvinsson fær það verkefni að auka arðsemi félagsins og koma

því á nýjan leik í fremstu röð. Stjórn félagsins stendur heilshugar að baki

Finnboga og hefur miklar væntingar til þess að honum takist þetta verkefni,“ segir Magnús í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×