Heimsmeistarinn úr leik

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb hefur dregið sig úr keppni í sænska rallinu eftir að hann velti á fjórðu sérleið í dag. Finninn Jari-Matti Latvala hefur örugga 48 sekúndu forystu á landa sinn og liðsfélaga Mikko Hirvonen hjá Ford og getur með smá heppni unnið sinn fyrsta sigur á ferlinum.