Innlent

Icelandair fjórða óstundvísasta flugfélag í Evrópu

Óli Tynes skrifar
Fjandinn, Jói sjáðu hvað klukkan er, við erum of seinir.
Fjandinn, Jói sjáðu hvað klukkan er, við erum of seinir.

Icelandair er númer 26 í röðinni í stundvísi flugfélaga í Evrópu samkvæmt lista Samtaka evrópskra flugfélaga. Miðað er við fyrsta ársfjórðung þessa árs.

Stundvísasta flugfélag Evrópu er ungverska flugfélagið Malev. 85,9 prósent flugvéla þess lenti á réttum tíma.

Númer tvö er tékklenska flugfélagið CSA með 83,8 prósent, númer þrjú og fjögur eru Air France og Alitalia með 83,7 prósent, og númer fimm er rúmenska flugfélagið Tarom.

Icelandair er sem fyrr segir númer tuttugu og sex, með 73,3 prósent. Neðst, í tuttugasta og níunda sæti er British Airways með aðeins 57,8 prósent stundvísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×