Tónlist

Færeyskt rokk og ról

Rokksveitin Týr er á leiðinni í tónleikaferðalag um Ísland sem hefst í Keflavík í kvöld.
Rokksveitin Týr er á leiðinni í tónleikaferðalag um Ísland sem hefst í Keflavík í kvöld.

Bætt hefur verið við einum tónleikum með færeysku rokksveitinni Tý hér á landi og mun hún því koma fjórum sinnum fram á næstu dögum. Tónleikastaðurinn Paddy"s í Keflavík hefur bæst við og verða þeir tónleikar í kvöld.

Annað kvöld spilar sveitin síðan á Græna hattinum á Akureyri og þar mun sigurvegari Músíktilrauna 2007, Shogun, hita upp í staðinn fyrir Hvanndalsbræður. Á laugardagskvöld spilar Týr síðan á Nasa við Austurvöll og tónleikaferðinni lýkur í Hellinum á sunnudagskvöld. Þetta verður í fyrsta sinn í fjögur ár sem Týr spilar hér á landi og því gott tækifæri fyrir rokkara að berja sveitina augum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×