Frakkinn Sebastian Loeb vann í dag sigur í fyrsta rallmóti keppnistímabilsins með því að vinna í Monte Carlo í dag.
Tímabilið byrjar því vel fyrir Loeb sem stefnir á að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð en það hefur engin afrekað áður í rallakstri.
Loeb ekur á Citroen og lét forystuna aldrei af hendi eftir að hann náði henni strax á fyrsta keppnisdegi, fimmtudaginn.
Mikko Hirvonen á Ford varð annar, rúmum tveimur mínútum á eftir Loeb, og Chris Atkinson á Subaru varð þriðji.