Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi 5. júní 2008 11:12 Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær. Verðbólga mældist 3,0 prósent í Bretlandi í apríl en verðbólgumarkmið Englandsbanka hljóðar upp á 2,0 prósent. Fari verðbólga yfir þrjú prósent verður Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, að gera grein fyrir hækkuninni frammi fyrir fjármálaráðherra. Slíkt gerðist fyrir rétt rúmu ári. Breska ríkisútvarpið bendir hins vegar á að seðlabankinn, líkt og bankar í fleiri löndum, sé á milli steins og sleggju enda hafi verð á matvælum og eldsneyti hækkað mikið samhliða því sem dregið hafi úr einkaneyslu. Í ofanálag lækkaði verð á húsnæði að jafnaði um 2,4 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum. Lækkun vaxta gæti fengið neytendur til að sleppa taki á veski sínu, að sögn breska ríkisútvarpsins. Litlar líkur eru hins vegar á því í bili, að sögn BBC. Að því er fram kom hjá Bloomberg-fréttaveitunni í gær er reiknað með því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum beggja vegna Atlantsála árið á enda.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira