Össur býður Kristni í Samfylkinguna 17. september 2008 22:45 MYND/AP Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður Kristni H. Gunnarssyni, þingflokksformanni Frjálslynda flokksins, að ganga í Samfylkinguna vegna þeirra deilna sem nú eru innan Frjálslynda flokksins. Fram kom á Vísi í dag að Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, vildi ekki að Kristinn gegndi áfram starfi þingflokksformanns vegna þess hvernig hann hefði farið fram í störfum sínum. Sagðist Jón hafa viðrað þá skoðun við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins. Össur ritar um þessar deilur á heimasíðu sína á Eyjunni og segir Kristin hafa unnið sér það til óhelgis að vera andsnúinn öfgakenndri stefnu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í innflytjendamálum. Vísar Össur þar til deilna Kristins og Magnúsar um komu palenstínskra flóttamanna til Akraness. ,,Í því máli sýndi Sleggjan siðferðisþrek, sem ber að virða. Hann heldur því enda fram að sín stefna sé í fullu samræmi við stefnu Frjálslynda flokksins, sem Kristinn telur ekki ala á útlendingaandúð. Um það mætti raunar setja á aðrar tölur síðar," segir Össsur. Þá segir iðnaðarráðherra að Kristinn hafi einnig unnið sér það til óhelgis að að hafa stutt Guðjón Arnar Kristjánsson sem Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson grafi nú undan. ,,Þetta er í senn atlaga að Guðjóni Arnari, og tilraun til að gera Frjálslynda flokkinn að einsmálsflokki þar sem andóf gegn innflytjendum verður sett á oddinn að norskri fyrirmynd," segir Össur enn fremur. ,,Langbesti leikur Kristins H. Gunnarssonar í þessari stöðu er að skera á festar, og sækja um inngöngu í þingflokk Samfylkingarinnar. Hann á ekki að láta öfgamennina í Frjálslynda flokknum niðurlægja sig með því að hrekjast úr embætti þingflokksformanns. Kristinn er ekkert annað en jafnaðarmaður, með svipaða slagsíðu og sumir landsbyggðarþingmenn okkar, að ógleymdum byggðaráðherranum. Ég býð hann að minnsta kosti velkominn fyrir mína parta," segir Össur.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira