Tónlist

Ókeypis rafmúsik

Halló, hér erum viÐ! Sveinbjörn Biogen stendur á bakvið safnplötuna Weirdcore.
Halló, hér erum viÐ! Sveinbjörn Biogen stendur á bakvið safnplötuna Weirdcore.

„Við höfum haldið mánaðarleg tónleikakvöld undir nafninu Weirdcore þar sem við höfum safnað saman þeim sem eru að gera eitthvað að viti í rafmúsík," segir Sveinbjörn Þorgrímsson, Biogen. „Okkur fannst kominn grundvöllur til að stíga næsta skref og gera safnplötu. Og miðað við ástandið í plötuiðnaðinum fannst okkur sniðugast að gefa plötuna bara á netinu. Aðalmálið fannst okkur að kynna músíkina og segja: Halló, hér erum við!"

Á plötunni eru ellefu lög, bæði með þeim sem tekið hafa þátt í Weirdcore-kvöldunum og andlega skyldum vinum og kunningjum. „Við eigum marga tónlistarmenn á heimsmælikvarða og svo er þetta líka grundvöllur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor. Okkur fannst mikilvægt að halda utan um þetta og koma þessu af stað, enda eru raftónlistarmenn ekki þekktir fyrir að vera mjög framkvæmdaglaðir," segir Sveinbjörn. Meðal flytjanda eru Plastik, Skurken, Tonik, Bix og Dr. Mister. Plötunni má hlaða niður ókeypis af netfanginu www.weirdcore.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×