Peningakvótinn Þráinn Bertelsson skrifar 11. ágúst 2008 06:00 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir samtals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sigurður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samingar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega, allt að 812 þúsund hluti hvor í 5 ár á genginu 303. Hvaða fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði - sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. Kaupréttarsamningarnir sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvótakerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peningastofninn fyrir ofveiði. Í framtíðinni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamæringa án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarfsemi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eignast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað aukaatriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 milljarðar króna. Kvótakerfi til að eignast peninga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfaldlega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eignast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggjunni.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun