Dýrir vindlingar breyta tóbaksneyslu Bandaríkjamanna Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júní 2008 11:54 Bandaríkjamenn svala tóbaksþörf sinni nú í æ ríkari mæli með neftóbaki og smávindlum auk þess sem sístækkandi hópur vefur sína eigin vindlinga. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var við Harvard-háskóla. Kveikjan að þessu breytta neyslumynstri er auðfundin en þar fer síhækkandi verð á vindlingum. Að sögn Greg Connolly, sem leiðir rannsóknina, er þessi breyting þrándur í götu þeirrar baráttu gegn reykingum sem varð til þess að vindlinganotkun hefur dregist saman um 18% síðan árið 2000. Þetta skýrir hann með því að skattlagning er hóflegri á neftóbak en vindlinga auk þess sem notkun þess er á fæstum stöðum bönnuð innandyra eins og reykingar eru nú víða. Telur Connolly þessar staðreyndir tala sínu máli um nauðsyn þess að leggja sama skatt á allar tóbaksafurðir. Í rannsókn Harvard-manna kemur fram að Bandaríkjamenn hafi keypt 21,1 milljarð vindlingapakka árið 2000 sem hafi svo dregist saman í 17,4 milljarða árið 2007. Á sama tímabili hafi notkun hinna hagkvæmari afurða sem hér eru nefndar aukist svo að það nemur 1,1 milljarði vindlingapakka „Það lítur því út fyrir að þriðjungur samdráttarins í vindlingareykingum hafi orðið að engu við notkun annarra afurða tóbaks," sagði Connolly. „Hvort sem það er vegna verðlagningar á vindlingum eða þess að neytendur telja hinar leiðirnar heilsusamlegri lítur út fyrir að notkunin sé að færast frá vindlingum yfir í hinar afurðirnar. Það er ekki útilokað að við höfum ofmetið þau áhrif sem allar herferðirnar hafa haft á heildartóbaksneysluna í landinu." Vísindi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Bandaríkjamenn svala tóbaksþörf sinni nú í æ ríkari mæli með neftóbaki og smávindlum auk þess sem sístækkandi hópur vefur sína eigin vindlinga. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var við Harvard-háskóla. Kveikjan að þessu breytta neyslumynstri er auðfundin en þar fer síhækkandi verð á vindlingum. Að sögn Greg Connolly, sem leiðir rannsóknina, er þessi breyting þrándur í götu þeirrar baráttu gegn reykingum sem varð til þess að vindlinganotkun hefur dregist saman um 18% síðan árið 2000. Þetta skýrir hann með því að skattlagning er hóflegri á neftóbak en vindlinga auk þess sem notkun þess er á fæstum stöðum bönnuð innandyra eins og reykingar eru nú víða. Telur Connolly þessar staðreyndir tala sínu máli um nauðsyn þess að leggja sama skatt á allar tóbaksafurðir. Í rannsókn Harvard-manna kemur fram að Bandaríkjamenn hafi keypt 21,1 milljarð vindlingapakka árið 2000 sem hafi svo dregist saman í 17,4 milljarða árið 2007. Á sama tímabili hafi notkun hinna hagkvæmari afurða sem hér eru nefndar aukist svo að það nemur 1,1 milljarði vindlingapakka „Það lítur því út fyrir að þriðjungur samdráttarins í vindlingareykingum hafi orðið að engu við notkun annarra afurða tóbaks," sagði Connolly. „Hvort sem það er vegna verðlagningar á vindlingum eða þess að neytendur telja hinar leiðirnar heilsusamlegri lítur út fyrir að notkunin sé að færast frá vindlingum yfir í hinar afurðirnar. Það er ekki útilokað að við höfum ofmetið þau áhrif sem allar herferðirnar hafa haft á heildartóbaksneysluna í landinu."
Vísindi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira