Lífið

Styttist í W

Josh Brolin í hlutverki George Bush yngri.
Josh Brolin í hlutverki George Bush yngri.

Nýjasta kvikmynd leikstjórarns Oliver Stone verður frumsýnd innan skamms. Myndin W fjallar um George Walker Bush allt frá námsárum hans í Yale þar til hann verður forseti Bandaríkjanna. Josh Brolin leikur Bush í myndinni.

Myndin verður frumsýnd hér á landi og í Evrópu 7. nóvember.

Leikstjórinn umdeildi sem hefur gert garðinn frægan með myndum á borð við Platoon og Natural Born Killers hefur tvívegis áður gert kvikmynd um forseta Bandaríkjanna. Myndirnar Nixon og JFK vöktu báðar talsverða athygli á sínum tíma.

James Cromwell leikur George H. W. Bush, Ellen Burstyn leikur Barböru Bush, Richard Dreyfuss fer með hlutverk varaforsetans Dick Cheney, forsetafrúin Laura Bush er leikinn af Elizabeth Banks, Ioan Gruffudd leikur Tony Blair, utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleeza Rice er leikin af bresku leikkonunni Thandie Newton og þá fer Jeffrey Wright með hlutverk Colin Powell.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.