Golf

Óttast jarðsprengjur á golfvellinum

Ryo Ishikawa er umkringdur öryggisvörðum
Ryo Ishikawa er umkringdur öryggisvörðum NordicPhotos/GettyImages

Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan.

Hinn 17 ára gamli Ishikawa verður umkringdur öryggisvörðum eftir að blaðinu barst tilkynning um að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á Kuroshio vellinum sem er í Kochi, um 600 km suðvestur af Tókíó.

Sá sem sendi hótunina inn til dagblaðsins heimtaði að mótinu yrði frestað, en ekki stendur til að verða við þeirri bón hans. Skemmdarverk voru unnin í höfuðstöðvum eins af kostendum mótsins í kjölfar hótunarinnar. Þar á meðal voru sprengingar og brotnir gluggar sem lögregla telur vera eftir handsprengjur.

Um 160 lögreglumenn verða á mótsvæðinu frá og með næsta miðvikudegi, en það hefst formlega daginn eftir. Mótið er eitt það stærsta á Japanstúrnum í golfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×