Lífið

Þýddi PETA-skiltin yfir á íslensku

Mótmælendurnir frá PETA voru heldur fáklæddir og höfðu viðstaddir nokkrar áhyggjur af heilsu þeirra eftir blaðamannafundinn.
Mótmælendurnir frá PETA voru heldur fáklæddir og höfðu viðstaddir nokkrar áhyggjur af heilsu þeirra eftir blaðamannafundinn. fréttablaðið/Anton

Nærvera dýraverndunarsamtakanna PETA hér á landi vakti mikla athygli í gær. PETA hafa verið áberandi úti í heimi við að vekja athygli á notkun dýrafelds í klæðnað en þetta er í fyrsta skipti sem þau mæta til Íslands. Blaðamenn voru að sögn viðstaddra óvenju stundvísir og óvenju margir á blaðamannafundinum enda hafa íslenskir mótmælendur á Austurvelli verið kappklæddir. Mótmælendurnir frá PETA voru hins vegar fáklæddir, skýldu sér með lopahúfum, lopavettlingum og mótmælaskiltum.

Lilja Björk Haraldsdóttir er einn fárra Íslendinga sem er virkur meðlimur í samtökunum. Hún hefur þó enn ekki farið og mótmælt á vegum PETA. Hana hafi þó lengi langað að fara á nautahlaupið í Pamplona þar sem PETA hefur framkvæmt gjörninga á ári hverju. „Hver veit nema þessi heimsókn verði til þess að maður drífi sig bara og láti til sín taka á þessu sviði,“ segir Lilja sem átti jafnframt heiðurinn að því að hafa þýtt mótmælendaspjöldin sem konurnar báru í dag.

Fréttablaðið hafði samband við Eggert feldskera og innti hann eftir því hvort fáklæddir mótmælendur hefðu komið í heimsókn til hans. Eggert sagðist ekkert hafa orðið var við slíkt. „Ég hef annars ekkert út á þessi samtök að setja, í lýðræðisríki hafa allir rétt á sinni skoðun svo lengi sem þeir eru ekki að þröngva henni upp á aðra.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.