Erlent

Englandsbanki gefur bönkunum líflínu

Óli Tynes skrifar
Alastair Darling með fjárlagatöskuna góðu.
Alastair Darling með fjárlagatöskuna góðu.

Fjármálaráðherra Bretlands segir að inngrip Englandsbanka á fjármálamarkaði munu auka traust á markaðinum.

Englandsbanki ætlar að verja minnst 50 milljörðum sterlingspunda í aðstoð við banka landsins. Þeir munu geta skipt á torseldum skuldabréfum með fasteignaveði og ríkistryggðum skuldabréfum.

Þótt fimmtíu milljarðar hafi verið nefndir segir Englandsbanki að það sé ekkert þak. Ef þurfa þyki verði bætt við þá upphæð. Það eru um sexþúsund milljarðar króna.

Alaistair Darling, fjármálaráðherra, segir að ríkisstjórnin sé að fá bönkunum í hendur eitthvað sem þeir geti átt viðskipti með. Það muni auka traust á markaðinum og leiða til þess að bankarnir fari að geta lánað hver öðrum.

Það þýði jafnframt að þá verði til peningar til þess að lána fyrirtækjum og einstaklingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×