Innlent

Ákærum gegn Benjamín Þór vísað frá dómi

Tveimur ákærum á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Benjamín Þór var ákærður fyrir líkamsárás á Ragnar Ólaf Magnússon. Árásin var sýnd í Kompásþætti um handrukkanir á Íslandi í haust.

Ákæruvaldið gaf út tvær ákærur fyrir sama brotið. Þannig voru tvö sakamál höfðuð á hendur Benjamín vegna sama málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Benjamíns, hefur sagt að það sé brot gegn íslensku sakamálaréttarfari, stjórnarskrá og sáttmála um vernd mannréttinda.

Í úrskurði héraðsdóms segir að ákæruvaldinu séu settar þröngar skorður um leiðréttingu eða breytingu á ákæru. Ekki sé stoð fyrir því í lögum að nýtt eintak af ákæru sé gefið út. Ekki hafi verið komist hjá öðru en að vísa báðum ákærunum frá dómi en þó var tekið fram að ákæruvaldið á kost á því að gefa út ákæru á nýjan leik.
















Tengdar fréttir

Þingfestingu í ákæru á hendur Benjamín Þór aftur frestað

Fresta varð í morgun í annað sinn á skömmum tíma þingfestingu í máli ákæruvaldsins á hendur Benjamín Þór Þorgrímssyni líkamsræktarþjálfara fyrir að hafa hótað og barið Ragnar Ólaf Magnússon. Fjallað var um árásina í Kompásþætti fyrr í haust þar sem tekinn var fyrir heimur handrukkara.

Hart deilt á saksóknara í Kompáss - árásarmálinu

Verjandi Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að ganga í skrokk á Ragnari Magnússyni, eins og frægt varð þegar fréttaskýringaþátturinn Kompás náði atvikinu á myndband, sakar lögreglu um að hafa klúðrað ákærunni á hendur skjólstæðingi sínum. Hinn málsaðilinn, Ragnar Magnússon, tekur í svipaðan streng og segir að lögregla hafi týnt ákærum sem hann lagði fram gegn Benjamíni í kjölfarið á því að Benjamín réðst að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×