Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi 18. apríl 2008 14:45 Árni Tryggvason „Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“ Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans. Árni ritaði lítið greinarkorn í Morgunblaðið í dag til þess að vekja athygli á málinu. Hann dvaldi sjálfur nýverið á deild 32C til þess að ná tökum á þunglyndi sem lagðist á hann í lok janúar. Þrátt fyrir að hafa áður barist við og sigrast á þunglyndi sem hrjáði hann í næstum 30 ár hafði Árni aldrei lagst inn á geðdeild fyrr en á þessu ári. Hann segir það því hafa komið sér á óvart hversu slakur aðbúnaðurinn hafi þar verið. Eitt af því sem Árni bendir á er að sjúklingar þurfi að deila herbergjum. Það geti verið erfitt fyrir menn sem séu að reyna að jafna sig á erfiðum veikindum. „Sá sem ég deildi herbergi með var ágætis maður. Það var ekki það. En hann fékk oft miklar martraðir og vaknaði upp á næturnar með miklum hávaða. Þetta þótti mér erfitt þar sem ég þurfti fyrst og fremst á mikilli hvíld að halda,“ segir Árni. Þá bendir hann einnig á að hús geðdeildarinnar sé í slæmu ásigkomulagi og illa við haldið. Hann ítrekar að starfsfólk geðsviðs hafi reynst sér vel og gagnrýni hans sé eingöngu beint að aðstöðu og aðbúnaði. „Þessi aðbúnaður er ekki sæmandi fólki sem ræður hvorki hugsunum sínum né gjörðum. Og hann er ekki heldur sæmandi þeim sem þarna starfa. Þetta er ekki þeim að kenna. Heldur fólkinu sem á að sjá um að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Árni. Árni skrásetti með aðstoð Ingólfs Margeirssonar áratuga baráttu sína við þunglyndi. Honum leiðist sá þagnarmúr sem reistur er um sjúkdóminn og hvetur til opinskárrar umræðu. „Það er svo mikill sægur af fólki sem þjáist af þunglyndi en leynir því. Sem það má ekki gera.“
Geðheilbrigði Leikhús Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira