Lífið

Sundmaður vann ljósmyndakeppni

Ólympíufarnarnir íslensku gerðu ýmislegt fleira en að hoppa, hlaupa og skjóta bolta á meðan á dvöl þeirra í Peking stóð í sumar. Eins og aðrir ferðamenn festu þeir upplifun sína af leikunum, borginni og fólkinu þar á filmu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hélt svo keppni um bestu mynd Ólympíufaranna í samstarfi við Nýherja. Dómnefnd valdi bestu myndina, og þótti mynd sundmannsins Árna Más Árnasonar af Jakobi Jóhanni Sveinssyni félaga hans í sundlandsliðinu bera af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.