Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað Magnús Pétursson, fyrrverandi forstjóra Landspítala, til þess að gegna embætti ríkissáttasemjara til næstu fimm ára frá 1. nóvember 2008.
Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Magnús tekur við af Ásmundi Stefánssyni sem ákvað að hætta í haust en hann vinnur nú á vegum forsætisráðuneytisins í samræmingu aðgerða vegna kreppunnar.