Erlent

Helmingur af prímatategundum jarðar í útrýmingarhættu

Nærrum því helmingur allra prímatategunda eru í útrýmingahættu samkvæmt Alþjóðasamtökunum um verndun náttúru (IUCN). Halda samtökin þessu fram á grundvelli rannsókna hundruða vísindamanna en meira en áratugur er síðan svo viðamikill samantekt hefur verið gert. Hafa stofnar marga tegunda versnað til muna á síðasta áratug.

Ástæður þess eru margar en meðal annars þær að sum staðar er verið að „borða tegundir í útrýmingarhættu". Önnur ástæða er til dæmis sú að umhverfi þeirra hafi gengið í gegnum breytingar vegna skógarhöggs.

Nú eru 48% af prímatategundum á lista samtakanna yfir tegundir í útrýmingarhættu en hlutfallið var 37 prósent í fyrra. Eru þetta 303 tegundir af 634 tegundum.

Staðan er verst í Suðaustur-Asíu en 71 prósent tegunda í Asíu eru taldar vera í útrýmingarhættu. Þar er ástandið verst í Víetnam og Kambódíu þar sem 90 prósent tegunda eru í útrýmingarhættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×