Lífið

Kanye kennir sér um dauða móðurinnar

Kanye og móðir hans voru afar náin.
Kanye og móðir hans voru afar náin. MYND/Getty

Rapparinn Kanye West kennir sér um dauða móður sinnar fyrir ári síðan. Móðirin, Donda West, lést vegna eftirkasta fegrunaraðgerðar.

Donda, sem var 58 ára þegar hún lést, ól son sinn upp ein og flutti með honum til Kaliforníu þegar hann varð frægur.

Hann heldur að útlitsdýrkunin þar hafi gert út af við hana. „Ef við værum enn í Chicago hefði hún aldrei látið gera þetta," sagði Kanye á kynningarfundi í London fyrir nýja plötu sína. „Ég þjáist þegar ég hugsa um það. Ég er búinn að vera svo einmana," bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.