Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna 15. júlí 2008 14:44 George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Gengi hlutabréfa í báðum sjóðum hefur fallið um tæp þrjátíu prósent í dag eftir að frá því var greint að þeir glímdu við lausafjárskort. Þá sagði bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í gær að staða sjóðanna væri mjög slæm. Líklegt sé að gengi hlutabréfa í þeim geti fallið um allt að 35 prósent á næstunni og var mælt með því að fjárfestar losuðu sig við bréf sín í þeim. Fannie Mae og Freddie Mac njóta stuðnings bandaríska ríkisins og sækja fé í ríkiskassann sem sjóðirnir svo lána áfram. Bush sagði stöðuna erfiða en sjóðirnir væru styrkir. Ekki kæmi til greina að hækka skatta til að mæta þeim vanda sem steðji að bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. „Það væru mistök," sagði George W. Bush. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Gengi hlutabréfa í báðum sjóðum hefur fallið um tæp þrjátíu prósent í dag eftir að frá því var greint að þeir glímdu við lausafjárskort. Þá sagði bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs í gær að staða sjóðanna væri mjög slæm. Líklegt sé að gengi hlutabréfa í þeim geti fallið um allt að 35 prósent á næstunni og var mælt með því að fjárfestar losuðu sig við bréf sín í þeim. Fannie Mae og Freddie Mac njóta stuðnings bandaríska ríkisins og sækja fé í ríkiskassann sem sjóðirnir svo lána áfram. Bush sagði stöðuna erfiða en sjóðirnir væru styrkir. Ekki kæmi til greina að hækka skatta til að mæta þeim vanda sem steðji að bandarísku efnahagslífi um þessar mundir. „Það væru mistök," sagði George W. Bush.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira