Erlent

Loftsteinn gæti búið yfir vísbendingum um fæðingu sólkerfisins

Loftsteinn að hrapa til jörðu.
Loftsteinn að hrapa til jörðu.

Fágæt tegund loftsteins gæti búið yfir vísbendingum um þau skilyrði sem orsökuðu sköpun sólkerfisins fyrir 4,5 milljörðum ára. Steinninn gæti einnig gefið svör um þær efnasamsetningar sem gerðu líf á jörðinni mögulegt.

Loftsteinninn hrapaði á jörðina í Tansaníu 1938 og kallast Ivuna loftsteinninn. Af 35.000 loftsteinum sem vitað er af eru aðeins 0,03% með sömu efnasamsetninguna. Steinninn er í góðu ásigkomulagi til rannsókna þrátt fyrir að 70 ár séu síðan hann fannst en hann hefur verið geymdur í köfnunarefni í einangruðu rúmi.

Ástæða þess að betra er að vinna upplýsingar úr efnum steinsins en öðrum steinum sólkerfisins er sú að hann hefur ekki breyst í gegnum tíðina vegna mikils hita eins aðrar steintegundir sem rannsakaðar hafa verið. Gefur steinninn því vísindamönnum góða innsýn inn í hina fjarlægu framtíð þegar sólkerfið varð til.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×