Innlent

Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi

Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag.

Þetta er áfangasigur fyrir Helgu því meiðyrðamál hennar fer nú í aðalmeðferð.

Helga stefndi Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV annars vegar og Magnúsi Einarssyni og Ólöfu Ósk Erlendsdóttur hins vegar, vegna viðtals sem Erla tók við Magnús og Ólöfu og birt var í DV.

Í viðtalinu sögðu þau Magnús og Ólöf frá þætti Helgu í Byrgismálinu svo kallaða. Þau sögðu bæði að Helga hefði verið þáttakandi í kynlífsathöfnum sem Guðmundur stundaði með vistmönnum á meðferðarheimilinu Byrginu.

Helga höfðaði meiðyrðamál vegna þessa sem þingfest hefur verið í Hérðasdómi Reykjavíkur. Síðan þá hefur fallið dómur í Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur Jónsson var dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn vistmönnum í Byrginu.

Sá dómur var felldur á grundvelli vitnisburðar vitna sem sögðu Helgu hafa verið þáttakandi í athæti Guðmundar.

Ljóst er að sá dómur verður notaður af verjendum Erlu, Ólafar og Magnúsar þegar kemur að því að verjast Helgu við aðalmeðferð málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×