Andrés Önd og peningastefnan 11. júní 2008 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræðikennslu. MARKAÐURINN/GVA Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/.
Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira