Innlent

Frosið brauð sagt bakað á staðnum

Bakað á staðnum. Skilgreiningin á bakstri virðist óljós.
Bakað á staðnum. Skilgreiningin á bakstri virðist óljós.

Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn.

„Þeir auglýsa glænýtt og bakað brauð en þá er það búið að velkjast um í frosti og innflutningi," segir Vigfús Kr. Hjartarsson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. Hann spyr hvort þessi vinnubrögð séu í lagi:

„Bakstur er lögvernduð iðn og þarna er örugglega verið að brjóta einhverjar reglugerðir."

Jón Hannes Stefánsson, innkaupastjóri yfir brauðvörum Krónunnar, segir það rétt að deigið sé aðkeypt bæði erlendis frá og svo einnig frá Myllunni. „Deigið er ekki hnoaðað á staðnum," segir Jón, "brauðið kemur forbakað en eru svo fullbakaðar hjá okkur".

En það eru ekki bara stórmarkaðirnir sem flytja inn deig. Visir.is hefur heimildir fyrir því að bakarí á höfuðborgarsvæðinu flytji inn frosið bakkelsi erlendis frá - til dæmis berlínarbollur.

Vigfús segist hafa heyrt af slíkum innflutningi en neitar því að Bakarameistarinn hiti upp berlínarbollur sínar - þær séu bakaðar á staðnum.

„Eina sem við flytjum inn eru kleinuhringir," segir hann, „Það er af hagkvæmnisástæðum. Það er svo flókið að baka þá og þarf sérstakan vélbúnað. Þess vegna flytjum við þá inn".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×