Innlent

Sturla stofnar Lýðræðisflokkinn

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson.

Sturla Jónsson, vörubílstjóri, hefur ákveðið að stofna nýtt stjórnmálaafl, Lýðræðisflokkinn. „Þetta er allt í mótun og svo ætlum við að reyna að vera með blaðamannafund í næstu viku," útskýrir Sturla þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum.

Með honum í för eru „strákarnir sem mest hafa verið með í baráttunni" í aðgerðum vörubílstjóra. Sturla nefnir þó einnig að fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins kæmi að flokknum, allt frá iðnaðarmönnum til útvarpsmanna. Sturla segir ekki lokum fyrir það skotið að þjóðþekktir einstaklingar komi til með að taka þátt í starfi flokksins.

„Við ætlum að koma umræðunni af stað. Við sátum á fundi í gærkvöldi, settum niður á blað það sem við vildum taka á og hættum einfaldlega þegar við vorum komnir með tólf mál sem okkur finnst brenna mest á fólkinu í landinu," segir Sturla.

Aðspurður um nafnið segir Sturla að það hafi komið frá Sjálfstæðismanni. Næsta mál á dagskrá hjá flokknum er hins vegar að hnýta lausa enda og segir Sturla að allt ætti að vera komið á hreint í næstu viku. Stefnan verður síðan sett á næstu Alþingiskosningar en þangað til ætlar Lýðræðisflokkurinn að beita sér í þjóðfélagsumræðunni .


Tengdar fréttir

Stjórnmálamaðurinn Sturla heldur ræðu (myndband)

Vörubílstjórinn Sturla Jónsson ætlar að skella sér í pólitík. Hann sagði á Vísi í dag að hann væri búinn að stofna stjórnmálaflokk, Íslenska lýðræðisflokkinn, sem myndi bjóða fram í næstu alþingiskosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×