Innlent

Erfitt að spá um hækkun flugfargjalda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Erfitt er að henda reiður á því hve mikið flugfargjöld hækka nái tillögur Evrópusambandsins, um sérstakan skatt á flugfélög vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, fram að ganga. Þetta segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express.

„Við vitum ekki hvaða kostnað við erum að tala um en það er alveg ljóst að ef þeir eru að fara að leggja á skatta sem nema einhverjum milljörðum fer það á endanum út í verðlagið þótt menn reyni að taka eitthvað af þessu á sig," sagði Matthías.

Hann tók dæmi um að miðað við tvö til þrjú þúsund flugfarþega og skatt sem næmi fjórum milljörðum mætti búast við að hækkunin næmi um 2.000 krónum á mann.

Sr. Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum, leiddi vinnu stýrihóps samgönguráðuneytisins um losunarheimildir í flugi. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið í morgun að allt bendi til þess að tillögur ESB verði samþykktar í haust og muni þá að líkindum taka gildi 2011 eða 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×